Almennt um vörurnar

Glugganet.is býður vandaða hvíta álramma með neti fyrir glugga og dyraop og einnig rúlluglugganet og rúlluhurðanet.

 • hentar vel til að halda lúsmýi og öðrum skordýrum úti
 • hentar vel til að halda frjókornum úti
 • hentar vel til að halda gæludýrinu þínu inni og gæludýri nágrannans úti

Hægt er að velja milli ósamsettra álramma eða sérsniðinna rúlluneta

 • Álrammi fyrir glugga þú pantar efni sem þú þarft til að smíða glugganetsramma fyrir þinn glugga. (Ath. við bjóðum ekki lengur upp á samsetta álramma fyrir glugga).
  Pöntunarleiðbeiningar er að finna hér til að panta vörurnar smellirðu hér
  Leiðbeiningarmyndbönd um mælingu, samsetningu og uppsetningu er að finna hér.

 • Ósamsettur álrammi fyrir hurð þú pantar efni sem þú þarft til að smíða hurðanetsramma fyrir þína hurð.
  Til að panta þessa vöru smellirðu hér
  Leiðbeiningarmyndbönd um mælingu, samsetningu og uppsetningu er að finna hér.

 • Rúlluglugganet og rúlluhurðanet er aðeins hægt að fá sérsniðin. Þú mælir glugga- eða dyraopið og sendir okkur málin, við sníðum samkvæmt þínum óskum og þú sérð svo um að setja það upp.
  Til að panta rúlluglugganet smellirðu hér
  Til að panta rúlluhurðanet smellirðu hér

Þú getur valið mismunandi net

 • Það eru þrjár gerðir af netum til fyrir álramma og tvær gerðir til í rúllunetunum. Þau misjafnlega þétt og henta mismunandi aðstæðum. Netin eru öll svört að lit.

 • Skordýranetið
  Hægt að fá í álramma, hefur 324 göt pr fertommu (18x18) og heldur úti flestum skordýrum fyrir utan þeim allra minnstu eins og lúsmýi.


 • Lúsmýnet
  Hægt að fá í álramma og rúllunetum, hefur 600 göt pr fertommu (30x20) og heldur úti öllum skordýrum þ.m.t. lúsmýi.


 • Gæludýranet
  Hægt að fá í álramma, hefur 165 göt pr fertommu (15x11) og er sérstaklega hannað til að halda gæludýrum inni (eða úti) auk þess sem það heldur úti flestum skordýrum fyrir utan þeim allra minnstu eins og lúsmýi.


 • Frjókornanet
  Hægt að fá í rúllunetum, hefur 1008 göt pr fertommu (56-18) og er sérstaklega ætlað þeim sem glíma við frjókornaofnæmi, það er mjög þéttriðið og heldur úti helstu frjókornum eins og birkifrjó, grasfrjó, nettlufrjó og ambrosia.  • Ekkert mál er að skipta um net í álrömmum eftir á ef þú kemst að því að netið sem þú valdir hentar ekki þínum þörfum en ekki er hægt að skipta um net í rúlluglugga- og hurðanetum. (sjá varahluti)

Þú getur valið mismunandi festingar

 • Hægt er festa álramma fyrir glugga upp með lömum eða segulborðum eða bæði með lömum og segulborðum.
  Lamirnar þarf að skrúfa í gluggakarminn en ef þú ákveður að hafa segulborða þá límir þú segulborða á gluggakarminn og annan á álrammann og þarf þá ekki að skrúfa neitt í gluggakarminn.

      

 • Álhurðar eru alltaf festar upp með lömum og rúlluglugganet eru alltaf fest upp með skrúfum.
 • Ef þú skoðar leiðbeiningarmyndböndin geturðu séð muninn á þessum festingum.

 Varahlutaþjónusta

 • Glugganet.is á alla varahluti sem mögulega þarf fyrir vörurnar ef á þarf að halda. (sjá varahluti)

Frekari upplýsingar