Rúlluglugganet
Rúlluglugganet
Rúlluglugganet
Rúlluglugganet
Rúlluglugganet

Rúlluglugganet

Fullt verð
Verð frá 32.000 kr
Verð
Verð frá 32.000 kr
Einingaverð
per 
Verð er með virðisaukaskatti

Almennt

Rúlluglugganet eru alltaf seld sérsniðin fyrir hvern glugga. Þú mælir og sendir okkur málin, við gerum ramma með ytra mál samkvæmt uppgefnum málum frá þér og þú sérð svo um að setja það upp.

Rúlluglugganets-pakki inniheldur:

 • 1 stk rúllukassetta með því neti sem var valið, sniðin í rétta breidd
 • 2 stk hliðarbrautir sniðnar í rétta hæð
 • 2 stk handföng til að draga netið niður
 • 1 stk band og festingar fyrir það (valkvætt hvort er notað)
 • 1 stk segullokun hafi það verið valið, sniðið í rétta breidd
 • 2 stk framfestingar hafi það verið valið
 • Skrúfur til að festa kassettu, hliðarbrautir og segullokun ef við á

Stærðarflokkur

 • Þú mælir heildarbreidd sem rúlluglugganetið þarf að vera og velur stærðarflokk samkvæmt því. Sem dæmi ef þú þarft rúlluglugganet sem er 42,8 cm þá velur þú stærðarflokkinn 40-50 cm.  Síðan í næstu reitum skráir þú nákvæm mál, hér er aðeins verið að ákveða stærðarflokk til að reikna verðið.

Festingar

 • Hægt er að velja milli þess að hafa rúlluglugganetið innfellt eða útfellt
 • Ef ætlunin er að hafa það útfellt þarf að velja þann valkost og þá fylgja með festingar til að festa rúlluglugganetið framan á gluggann

Segullokun

VIÐ MÆLUM ALLTAF MEÐ SEGULLOKUN EF ÆTLUNIN ER AÐ LOKA ÚTI LÚSMÝ
Ef ekki er botnstykki sem glugganetsrúllan getur lagst að þegar glugganetið er lokað þá þarf að velja segullokun.
Ef rúlluglugganetið er innfellt þarf ekki segullokun og ef rúlluglugganetið er útfellt en lokast t.d. niður á gluggakistu þá þarf ekki heldur segullokun (en við mælum samt með því ef ætlunin er að loka úti lúsmý).

Net

Það eru tvær gerðir af netum í boði Lúsmýnet og Frjókornanet og eru þau bæði svört að lit.
 • Lúsmýnet
  hefur 600 göt pr fertommu (30x20) og heldur úti öllum helstu skordýrum þ.m.t. lúsmýi.


 • Frjókornanet
  hefur 1008 göt pr fertommu (56-18) og er sérstaklega ætlað þeim sem glíma við frjókornaofnæmi, það er mjög þéttriðið og heldur úti helstu frjókornum eins og birkifrjó, grasfrjó, nettlufrjó og ambrosia.
  Athugið að við erum aðeins með lítið magn á lager af frjókornaneti og því gott að panta með góðum fyrirvara því það getur tekið nokkra mánuði að fá sérpantanir afhentar.

  Litur

  • Rúlluglugganet eru einungis til í hvítum lit en netið sjálft er alltaf svart

  Breidd og hæð

  • Í þessa reiti skráir þú nákvæma heildarbreidd og heildarhæð sem þú vilt hafa á rúlluglugganetinu.

  • Gættu þess að Breidd og Hæð sem þú skráir sé innan valins stærðarflokks (sjá hér að ofan)

  • Ef eitthvað er óljóst og þú ekki viss hvort þetta muni ganga upp hjá þér geturðu sent okkur myndir af glugganum og við sjáum hvort við finnum ekki örugglega lausn sem passar þér. Sendu myndirnar á glugganet@glugganet.is. Eða þú getur kíkt til okkar á opnunartíma.

  Leiðbeiningar

  Afhending og sendingakostnaður

   Afhendingartími og sendingakostanður


   Frekari upplýsingar

   Ef þú hefur spurningar þá:
   Athugaðu hvort þú finnur svarið í Algengar spurningar
   Skoðaðu leiðbeiningar okkar
   Sendu okkur fyrirspurn 
   Kíktu til okkar á opnunartíma