Þjónusta

Mælinga- og uppsetningaþjónusta

Þú getur óskað eftir að Glugganet.is sjái um að mæla og annast uppsetningar
Sendu okkur fyrirspurn eða sendu tölvupóst á glugganet@glugganet.is

Verð á mælingu og uppsetningu innan höfuðborgarsvæðis:
Máltaka: 10.000 kr.
Uppsetning: 10.000 kr. startgjald plús 2.500 kr. fyrir hvern uppsettan ramma

Afhendingartími og heimsendingarþjónusta

Pantanir á ósamsettum römmum eru tilbúinar til afhendingar innan 5 virkra daga frá því pöntun er greidd.
Pantanir á samsettum römmum eru tilbúnir til afhendingar innan 14 virkra daga frá því pöntun er greidd.
Við leggjum okkur fram um að afhenda sem allra fyrst svo þetta eru hámarks afhendingartímar


Þegar gengið er frá pöntun er hægt að velja um að sækja eða fá sent um allt land, fyrir utan samsetta ramma sem eru bara sendir út innan höfuðborgarsvæðis þar sem erfitt er að pakka þeim fyrir almenna flutninga.
Ef óskað er eftir að fá sent geta bæst við allt að 3 dagar í flutning.
Við sendum tilkynningu um leið og pöntun er tilbúin

Hægt er að sækja pantanir til okkar á opnunartíma 

Sendingakostnaður fyrir hverja sendingu er 2.500 kr.