Algengar spurningar

Hver er munurinn á DIY pökkum og Sérsniðið og Samsett?

 • DIY stendur fyrir "do it yourself" eða "gerðu það sjálfur".
  Pakkinn innheldur alla íhluti sem þarf til að setja saman sérsniðið glugganet eða hurðanet. 
  Verkfæri sem þú þarft að nota og eru ekki innifalin í pakkanum eru skrúfvél, lítil borvél og dúkahnífur.

 • Sérsniðið og samsett þýðir að þú gefur okkur upp nákvæm mál og við sjáum um að setja vöruna saman og gera hana tilbúna til uppsetningar.
  Þegar þú pantar Sérsniðið og samsett geturðu óskað eftir tilboði í uppsetningu ef þú vilt að við sjáum um uppsetninguna líka.

 • Ef þú ert innan höfuðborgarsvæðisins geturðu einnig óskað eftir að við sjáum um allt frá A-Ö.
  Þá komum við og mælum hvaða stærðir þú þarft, setjum saman rammana og setjum þá upp. Hringdu í okkur, sendu okkur tölvupóst á glugganet@glugganet.is eða fyrirspurn í gengum netsíðuna og við svörum um hæl.

Hafa netin áhrif á birtu og loftflæði inn til mín?

 • Það fer eftir því hvernig net þú velur. Netin er mismunandi þétt og hafa mismunandi áhrif á birtu og loftflæði. Skordýranetið hefur mjög lítil áhrif á hvorutveggja, gæludýranetið hefur lítil áhrif á loftflæði en einhver áhrif á birtu þar sem þau eru þykk, lúsmýnetið hefur mest áhrif á bæði birtu og loftflæði þar sem það er mjög þétt til að varna örsmáu lúsmýinu inngöngu. Yfirleitt er opnanlega fagið sem netið hylur það lítill hluti af heildargluggum að áhrif á birtu eru yfirleitt lítil. 

Hvernig á að mæla fyrir glugga- og hurðanetum?

 • Það eru ítarlegar leiðbeiningar á síðunni sem er gott að skoða áður en mælt er.

Ég er með rúllu/rimla/strimlagardínur, get ég samt sett glugganet hjá mér?

 • Já í langflestum tilfellum er það hægt, ýmist þarf þá að setja netið fyrir innan eða utan gardínur og jafnvel þarf að hafa tvískipt glugganet eða byggja upp með uppbyggiprófílum. Einnig getur hentað betur að vera með segulfestingar en lamir, svo það eru nokkrar leiðir mögulegar.
 • Best er að senda okkur myndir og við sjáum hvort við finnum ekki örugglega lausn sem hentar þér. Sendu myndirnar á glugganet@glugganet.is 

Hvernig net á ég að velja?

Það eru þrjár gerðir af netum og eru þau misjafnlega þétt og henta mismunandi aðstæðum. Netin eru öll svört að lit.

 

 • Skordýranet hefur 18x18 göt pr fertommu eða 324 göt og heldur flestum skordýrum úti nema þeim allra smæstu eins og lúsmýi


 • Lúsmýnet hefur  30x20 göt pr fertommu eða 600 göt og heldur öllum skordýrum úti þar á meðal lúsmýi.


 • Gæludýranet er sterkt polyester net sem hefur 15x11 göt pr fertommu eða 165 göt. Því er ætlað að halda gæludýrinu þínu inni og gæludýrum nágrannans úti en að auki heldur það flestum skordýrum úti nema þeim smæstu eins og lúsmýi (flest gæludýr fara reyndar ekki í gegnum hin netin heldur en við ábyrgjumst það þó ekki).


 • Ef þú á endanum uppgötvar að þú valdir rangt net þá er alltaf hægt að versla nýtt net á vefsíðunni okkar og skipta því eldra út.

Hvernig festingar á ég að velja?

Einungis er hægt að velja um mismunandi festingar fyrir gluggaramma. Hurðarammar eru alltaf festir upp með lömum.

 • Lamir fylgja með í hverjum pakka, þær þarf að skrúfa í gluggakarminn, þegar þessi leið er valin er gluggaramminn á lömum og auðvelt að opna og loka. Einnig er mjög auðvelt að taka rammann af lömunum og setja aftur á til dæmis ef vilji er til að taka rammana niður yfir veturinn.
  Hægt er að velja að skipta lömunum út með segulfestingum.
   
 • Segulfestingarnar eru límdar á gluggakarminn og þarf því ekki að skrúfa í gluggakarminn, þegar þessi leið er valin er rammanum kippt af seglinum til að komast að opnanlega faginu.
 • Skoðið leiðbeiningarmyndböndin til að sjá mismuninn.

Er flókið eða erfitt að setja rammana saman?

 • Mjög auðvelt er að setja gluggaramma saman en eilítið flóknara að setja hurðaramma saman. Allir með fulla heilsu og rétt verkfæri ættu þó að vera færir um að setja saman báðar gerðir, skoðaðu leiðbeiningarmyndböndin okkar og þú sannfærist.

Er flókið eða erfitt að setja rammana upp?

 • Nei alls ekki, allir með fulla heilsu ættu að vera færir um að setja rammana upp hvort sem er með lömum eða segul, skoðaðu leiðbeiningarmyndböndin okkar og þú sannfærist.

Hvað er langur afhendingartími?

 • DIY pakkar eru tilbúnir til afhendingar innan 5 virkra daga frá því að pöntun hefur verið staðfest og greidd.
  Ef valið er að senda þá taka póstflutningarnir allt að 3 daga til viðbótar.
 • Sérsniðið og samsett pakkar eru tilbúnir til afhendingar innan 14 virkra daga frá því að pöntun hefur verið staðfest og greidd. Við leggjum okkur fram að afhenda sem allra fyrst svo það er einungis ef það er mikið álag sem afhending tekur 14 virka daga.
  Samsetta ramma er hægt að velja að sækja eða senda innan höfuðborgarsvæðisins. Þeir eru þá keyrðir út af Glugganet.is en ekki sendir með almennum flutningum því erfitt er að pakka þeim til almennra flutninga.
 • Ef óskað er eftir að fá sent geta bæst við allt að 3 dagar í flutning.

Sendið þið um allt land?

 • DIY pakkar og varahlutir eru sendir út um allt land með Póstinum.
 • Sérsniðið og samsett pakkar eru bara keyrðir út innan höfuborgarsvæðisins þar sem erfitt er að pakka þeim fyrir almenna flutninga.
 • Einnig er hægt að sækja til okkar

Hvað með varahluti ef eitthvað týnist eða skemmist?

 • Við eigum alla varahluti sem þarf fyrir okkar vörur svo ef eitthvað kemur upp á í samsetningu, uppsetningu eða síðar þá geturðu alltaf pantað varahluti og lagað það sem kom upp á.

Er hægt að fá að skoða sýnishorn hjá ykkur?

Verð ég að panta í gegnum heimasíðuna?

 • Nei alls ekki, þú getur sent okkur tölvupóst á glugganet@glugganet.is, hringt til okkar eða kíkt til okkar á opnunartíma.

Hvaða greiðsluleiðir eru í boði?

 • Þú getur valið að greiða með korti eða millifærslu.
 • Ef pantað er í gegnum vefsíðuna og valið að greiða með korti þá flystu sjálfkrafa yfir á greiðslusíðu kortafyrirtækisins og skráir allar upplýsingar þar.

Getið þið hjálpað mér við innkaupin?

 • Já ekkert mál, hringdu í okkur í síma 696-4000, sendu okkur tölvupóst á glugganet@glugganet.is eða fyrirspurn í gengum netsíðuna og við svörum um hæl.

Takið þið að ykkur að sjá um allt frá A-Ö?

 • Já ekkert mál, við getum séð um að gefa þér tilboð í að mæla hvaða stærðir þú þarft, setja rammana saman og setja þá upp hjá þér, hringdu í okkur í síma 696-4000, sendu okkur tölvupóst á glugganet@glugganet.is eða fyrirspurn í gengum netsíðuna og við svörum um hæl.