Lúsmýnet, breiddin er 1,2 meter og er selt í metravís, sláðu inn metrafjölda í magn reitinn
Lúsmýnet hefur 30x20 göt pr fertommu eða 600 göt.
Netið heldur flestum skordýrum úti þar á meðal lúsmýi og er reynsla komin á það á Íslandi og það virkar og það heldur lúsmýinu úti.
Samkvæmt vísindavefnum er lúsmý almennt 1-3mm að stærð og götin á þessu neti eru innan við 1 mm að stærð.
Þetta lúsmýnet er af góðum gæðum og er þykkt og sterkt. Breiddin er 1,2 meter og netið er selt í metravís. Passa þarf að taka aðeins rúmlega stærðina á rammanum sem á að neta.
Við bjóðum líka álramma utan um netið og hægt er að velja milli skordýranets, lúsmýnets og gæludýranets en ef á þarf að halda er auðveldlega hægt að skipta um net eftirá.