Sláið inn fjölda metra í reitinn "Magn"
Segulborði er notaður til að festa upp gluggaramma.
Segulborðinn er 1,4cm á breidd og er seldur í metravís
Þykktin á brúna hlutanum (seglinum) er ca 2mm
Þykktin á hvíta hlutanum (stálinu) er ca 1mm
Hægt er að velja milli þess að nota lamir eða segulborða með álrömmum eða hvorutveggja.
Segulborðinn er sjálflímandi og er límdur á gluggakarminn annars vegar og gluggarammann hins vegar og þarf því ekkert að skrúfa ef þessi leið er valin.
Segulborðar eru seldir í heilum metrum og hægt að velja á milli tegundar A og tegundar B.
Tegund A og tegund B hafa mismunandi póla og laðast að hvor öðrum og er auðvelt að sjá á milli þeirra þar sem A er brúnn að lit en B er hvítur að lit.
Ef segulborði hefur skemmst hjá þér getur þú valið að endurnýja bara þá tegund sem skemmdist en þarft ekki að kaupa báða borðana.